Velkomin á vef VINA VATNAJÖKULS

  • image12

Vinir Vatnajökuls eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hlutverk og markmið samtakanna er að:
•    Afla fjár til að styðja við rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf um  Vatnajökulsþjóðgarð með það að markmiði að auka þekkingu almennings og stuðla að því að sem flestir geti notið náttúru garðsins.
•    Stuðla að uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs í samráði við stjórn hans og með samstarfi við hagsmunaaðila, innlenda og erlenda.
•   Efla fræðslu og rannsóknir í Vatnajökulsþjóðgarði og næsta umhverfi hans.
•   Styrkja verkefni sem stuðla að samspili Vatnajökulsþjóðgarðs og samfélagsins.
•    Að beita áhrifum sínum til að efla samkennd um mikilvægi þjóðgarðsins fyrir nærliggjandi byggðir og alla landsmenn.
•    Að efla skilning umheimsins á mikilvægi þjóðgarðsins og einstakri náttúru hans á heimsvísu.


Fróðleikur

image3

Vatnajökulsþjóðgarður

Smelltu hér til að heimsækja vefsíðu Vatnajökulsþjóðgarðs

http://vatnajokulsthjodgardur.is 


Fréttir og atburðir

25.3.2014 : Þjóðgarðar fyrir alla - ráðstefna í húsi Íslenskrar erfðagreiningar

Föstudaginn 28. mars 2014, kl. 15 - 17

Ráðstefna, opin almenningi verður haldin í sal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík, föstudaginn 28. mars kl. 15:00 - 17:00. 

Dagskrá:

Opnun: Vinir Vatnajökuls


Saga og hugmyndafræði bandarískra þjóðgarða (Greg Dudgeon, þjóðgarðsvörður, Gates of the Arctic National Park and Preserve, Fairbanks)  


Tækifæri íslenskra þjóðgarða – lærdómur dreginn af niðurstöðum námskeiðsins í Skaftafelli (Dave Dalhen, forstöðumaður, Stephen T. Mather Training Center, Harpers Ferry)


Staða íslenskra þjóðgarða og annarra náttúruverndarsvæða (Sigrún Helgadóttir, líffræðingur höfundur bókanna um Jökulsárgljúfur og Þingvelli)


Framtíðarsýn fyrir íslenska þjóðgarða og önnur náttúruverndarsvæði (Andri Snær Magnason rithöfundur)


Pallborðsumræður  

 

Frítt inn - allir velkomnir!

Lesa meira

Fréttasafn


Fréttaveita

Tungumál
Útlit síðu:


vinirheader6

Jökulsárgljúfur eru hluti af Vatnajökulsþjóðgarði

Álfakirkjan í Jökulsárgljúfrum er listasmíð úr stuðlabergi.

vinirheader5

Kverkfjöll

Kverkfjöll eru mikil megineldstöð í norðurbrún Vatnajökuls og þriðji hæsti fjallbálkur landsins á eftir Öræfajökli og Bárðarbungu

vinirheader4

Skaftafell 

Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður 1967, nú er Skaftafell innan Vatnajökulsþjóðgarðs

vinirheader3

Askja

Askja er sigdæld í megineldstöðinni Dyngjufjöllum og miðja eldstöðvakerfis með mörgum gosspungum, m.a. Sveingjárgígaröðinni.

vinirheader2

Dettifoss

Dettifoss er um 45 m hár og um 100 m breiðu, hann er öflugasti foss Evrópu

vinirheader1

Fjallsjökull

Fjallsjökull gengur niður úr austanverðum Öræfajökli

image11

Jöklamynd 

Mynd frá Vatnajökli


image10

Vatnajökulsþjóðgarður

Skriðjökull í vatnajökulsþjóðgarði