Velkomin á vef VINA VATNAJÖKULS

  • image12

Vinir Vatnajökuls eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hlutverk og markmið samtakanna er að:
•    Afla fjár til að styðja við rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf um  Vatnajökulsþjóðgarð með það að markmiði að auka þekkingu almennings og stuðla að því að sem flestir geti notið náttúru garðsins.
•    Stuðla að uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs í samráði við stjórn hans og með samstarfi við hagsmunaaðila, innlenda og erlenda.
•   Efla fræðslu og rannsóknir í Vatnajökulsþjóðgarði og næsta umhverfi hans.
•   Styrkja verkefni sem stuðla að samspili Vatnajökulsþjóðgarðs og samfélagsins.
•    Að beita áhrifum sínum til að efla samkennd um mikilvægi þjóðgarðsins fyrir nærliggjandi byggðir og alla landsmenn.
•    Að efla skilning umheimsins á mikilvægi þjóðgarðsins og einstakri náttúru hans á heimsvísu.


Fróðleikur

image3

Vatnajökulsþjóðgarður

Smelltu hér til að heimsækja vefsíðu Vatnajökulsþjóðgarðs

http://vatnajokulsthjodgardur.is 


Fréttir og atburðir

5.11.2014 : Tillaga til þingsályktunar  um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs.

  Alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra að vinna að því, í samvinnu við skipulagsyfirvöld og hugsanlega rétthafa, að stofna Hofsjökulsþjóðgarð sem hafi innan sinna marka Hofsjökul og aðliggjandi svæði. Við afmörkun þjóðgarðsins verði höfð hliðsjón af mati á því verndargildi náttúrufars og menningarminja sem liggur til grundvallar þingsályktun nr. 13/141, um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem var samþykkt á Alþingi 14. janúar 2013.

Ráðherra kynni Alþingi stöðu málsins fyrir lok vorþings 2015 og stefnt verði að formlegri stofnun þjóðgarðsins árið 2016.

Lesa meira

Fréttasafn


Fréttaveita

Tungumál
Útlit síðu:


vinirheader6

Jökulsárgljúfur eru hluti af Vatnajökulsþjóðgarði

Álfakirkjan í Jökulsárgljúfrum er listasmíð úr stuðlabergi.

vinirheader5

Kverkfjöll

Kverkfjöll eru mikil megineldstöð í norðurbrún Vatnajökuls og þriðji hæsti fjallbálkur landsins á eftir Öræfajökli og Bárðarbungu

vinirheader4

Skaftafell 

Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður 1967, nú er Skaftafell innan Vatnajökulsþjóðgarðs

vinirheader3

Askja

Askja er sigdæld í megineldstöðinni Dyngjufjöllum og miðja eldstöðvakerfis með mörgum gosspungum, m.a. Sveingjárgígaröðinni.

vinirheader2

Dettifoss

Dettifoss er um 45 m hár og um 100 m breiðu, hann er öflugasti foss Evrópu

vinirheader1

Fjallsjökull

Fjallsjökull gengur niður úr austanverðum Öræfajökli

image11

Jöklamynd 

Mynd frá Vatnajökli


image10

Vatnajökulsþjóðgarður

Skriðjökull í vatnajökulsþjóðgarði