Vinir Vatnajökuls
Karfa 0

Fréttasafn

28.08.2015
Opið er fyrir styrkumsóknir til 30. september!
Vinir Vatnajökuls veita styrki árlega og opið er fyrir umsóknir frá fyrsta ágúst til 30. september. Ef þú ert með áhugavert verkefni sem þú telur að falli að úthlutunarreglum samtakanna þá vilja Vinirnir gjarnan fá umsókn frá þér. Skoðaðu "Styrkir" á þessari vefsíðu til að sjá það sem Vinirnir hafa styrkt fram að þessu. Umsóknarform og nánari upplýsingar eru hér á vef Vinanna. Ætlir þú að sækja um styrk, vinsamlegast lestu vel leiðbeiningarnar.
Nánar
23.02.2015
Háfjallakvöld 1. mars
Sunnudagskvöldið 1. mars kl. 19:30 verður Háfjallakvöld í Eldborgarsal Hörpu. Um er að ræða samstarfsverkefni Vina Vatnajökuls, FÍ, FÍFL og 66°Norður. Aðalfyrirlesari verður einn mesti fjallagarpur heims, David Breashers.
Nánar
02.12.2014
Vinir Vatnajökuls úthluta tæplega 40.000.000 í styrki
Vinir Vatnajökuls úthlutuðu 1. desember samtals tæplega 40 milljónum króna til styrktar 24 verkefnum sem falla undir rannsóknir, kynningu og fræðslu um Vatnajökulsþjóðgarð og nágrenni hans. Nýr formaður stjórnar Vina Vatnajökuls, Halldór Ásgrímsson, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn á Hótel Natura. Þá var ný vefsíða Vina Vatnajökuls formlega tekin í notkun við athöfnina. Nýja vefsíðan kynnir ítarlega niðurstöður styrktarverkefna samtakanna þannig að sem flestir geti notið afraksturs af styrkjum Vina Vatnajökuls.
Nánar

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.