Útilegumannasögur

Útilegumenn í Vatnajökulsþjóðgarði

Sögur af útlögum í fornsögunum minna oft á útlagana í villta vestrinu en á Íslandi eru þeir ansi áberandi í bókmenntunum,  á leiksviðinu og í fornsögunum. Þrjár Íslendingasagna  hafa útlaga sem aðalpersónu og þar þekkja flestir Gretti hinn sterka. Eftir móðuharðindin 1783 fór útlögum að fækka en það ár dó einmitt einn sá þekktasti  þeirra, Fjalla-Eyvindur. Ódáðahraun í Vatnajökulsþjóðgarði var einn  þekktasti dvalarstaður  útilegumanna enda leituðu þeir  yfirleitt skjóls í fáförnum óbyggðum eins og  á miðhálendinu.

Af Fjalla-Eyvindi og Höllu

Fjalla-Eyvindur er einn þekktasti útilegumaður á Íslandi á seinni tímum. Hann varði mestum hluta ævi sinnar í útlegð á hálendi Íslands, þar á meðal á svæðinu þar sem Vatnajökulsþjóðgarður er nú. Sagan af Fjalla-Eyvindi er flestum Íslendingum kunn og sömu sögu er að segja um vögguvísuna Sofðu unga ástin mín, en hana Halla söng fyrir dóttur hennar og Eyvindar áður en hún fleygði henni í fossinn til að koma í veg fyrir að þær kæmust undir manna hendur.


Hér á eftir má lesa nokkrar sögur um Fjalla-Eyvind og Höllu.

Lesa meira