Vinir Vatnajökuls
Karfa 0

Stjórn Vina Vatnajökuls árið 2014

 

Myndin sýnir stjórn samtakanna ásamt fráfarandi formanni Sigurði Helgasyni, eftir aðalfund árið 2014.

Stjórn samtakanna skipa sjö einstaklingar, formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri og þrír meðstjórnendur. Fimm stjórnarmenn eru tilnefndir til þriggja ára í senn en formaður og varaformaður eru kosnir á ársfundi úr hópi félagsmanna til þriggja ára í senn.  Stjórn samtakanna endurspeglar þau tengsl við atvinnulífið og aðra hagsmunaaðila sem tryggir að samtökin nái markmiðum sínum.

Stjórn 2014-2015

Eftirtaldir voru skipaðir í stjórn Vina Vatnajökuls á ársfundi samtakanna 12. maí 2014:

Formaður:

Halldór Ásgrímsson

Varaformaður:

Bjarni Daníelsson

Aðrir í stjórn:

Guðjón Arngrímsson

Tómas Guðbjartsson

Hildur Árnadóttir

Magnús Kristinsson

Magnús Þór Ásmundsson

 

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.