Fréttir og atburðir

28.7.2014 : Stjórn Vina Vatnajökuls auglýsir eftir umsóknum um styrki

Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 30. september 2014

Vinir Vatnajökuls styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Samtökin vilja setja í forgang verkefni sem stuðla að:

·        Aukinni þekkingu almennings á náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs

·        Samspili byggðarlaga innan þjóðgarðsins

·        Aukinni fræðslu og rannsóknum í Vatnajökulsþjóðgarði og grenndarsamfélagi hans

·        Samspili útivistar, menningar og Vatnajökulsþjóðgarðs

·        Tengslum barna og unglinga við náttúruna

·        Auknum skilningi umheimsins á mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu

·        Eflingu samkenndar um mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir nærliggjandi byggðir og alla landsmenn

·        Sjálfbærri ferðaþjónustu

Lesa meira

26.5.2014 : Breyting á stjórn Vina Vatnajökuls

Á ársfundi Vinanna þann 12. maí síðastliðinn  óskuðu tveir stjórnarmenn eftir lausn frá stjórnarsetu. Það eru þeir  Sigurður Helgason og Björgólfur Jóhannsson. Sigurður hefur verið formaður stjórnar frá árinu 2011, hann hefur reynst samtökunum afar vel og þakka Vinirnir honum farsæla formennsku. 

Lesa meira

4.5.2014 : Ársfundur 

Vina Vatnajökuls - hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs

Ársfundur Vina Vatnajökuls verður

haldinn, mánudaginn 12. maí 2014 kl. 16:00

á hótel Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík.

Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

Lesa meira

25.3.2014 : Þjóðgarðar fyrir alla - ráðstefna í húsi Íslenskrar erfðagreiningar

Föstudaginn 28. mars 2014, kl. 15 - 17

Ráðstefna, opin almenningi verður haldin í sal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík, föstudaginn 28. mars kl. 15:00 - 17:00. 

Dagskrá:

Opnun: Vinir Vatnajökuls


Saga og hugmyndafræði bandarískra þjóðgarða (Greg Dudgeon, þjóðgarðsvörður, Gates of the Arctic National Park and Preserve, Fairbanks)  


Tækifæri íslenskra þjóðgarða – lærdómur dreginn af niðurstöðum námskeiðsins í Skaftafelli (Dave Dalhen, forstöðumaður, Stephen T. Mather Training Center, Harpers Ferry)


Staða íslenskra þjóðgarða og annarra náttúruverndarsvæða (Sigrún Helgadóttir, líffræðingur höfundur bókanna um Jökulsárgljúfur og Þingvelli)


Framtíðarsýn fyrir íslenska þjóðgarða og önnur náttúruverndarsvæði (Andri Snær Magnason rithöfundur)


Pallborðsumræður  

 

Frítt inn - allir velkomnir!

Lesa meira

Hér getur þú tekið þátt!