Fréttir og atburðir

5.11.2014 : Tillaga til þingsályktunar  um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs.

  Alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra að vinna að því, í samvinnu við skipulagsyfirvöld og hugsanlega rétthafa, að stofna Hofsjökulsþjóðgarð sem hafi innan sinna marka Hofsjökul og aðliggjandi svæði. Við afmörkun þjóðgarðsins verði höfð hliðsjón af mati á því verndargildi náttúrufars og menningarminja sem liggur til grundvallar þingsályktun nr. 13/141, um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem var samþykkt á Alþingi 14. janúar 2013.

Ráðherra kynni Alþingi stöðu málsins fyrir lok vorþings 2015 og stefnt verði að formlegri stofnun þjóðgarðsins árið 2016.

Lesa meira

28.7.2014 : Stjórn Vina Vatnajökuls auglýsir eftir umsóknum um styrki

Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 30. september 2014

Vinir Vatnajökuls styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Samtökin vilja setja í forgang verkefni sem stuðla að:

·        Aukinni þekkingu almennings á náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs

·        Samspili byggðarlaga innan þjóðgarðsins

·        Aukinni fræðslu og rannsóknum í Vatnajökulsþjóðgarði og grenndarsamfélagi hans

·        Samspili útivistar, menningar og Vatnajökulsþjóðgarðs

·        Tengslum barna og unglinga við náttúruna

·        Auknum skilningi umheimsins á mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu

·        Eflingu samkenndar um mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir nærliggjandi byggðir og alla landsmenn

·        Sjálfbærri ferðaþjónustu

Lesa meira

26.5.2014 : Breyting á stjórn Vina Vatnajökuls

Á ársfundi Vinanna þann 12. maí síðastliðinn  óskuðu tveir stjórnarmenn eftir lausn frá stjórnarsetu. Það eru þeir  Sigurður Helgason og Björgólfur Jóhannsson. Sigurður hefur verið formaður stjórnar frá árinu 2011, hann hefur reynst samtökunum afar vel og þakka Vinirnir honum farsæla formennsku. 

Lesa meira

4.5.2014 : Ársfundur 

Vina Vatnajökuls - hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs

Ársfundur Vina Vatnajökuls verður

haldinn, mánudaginn 12. maí 2014 kl. 16:00

á hótel Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík.

Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

Lesa meira

Hér getur þú tekið þátt!