Fréttir og atburðir

26.5.2014 : Breyting á stjórn Vina Vatnajökuls

Á ársfundi Vinanna þann 12. maí síðastliðinn  óskuðu tveir stjórnarmenn eftir lausn frá stjórnarsetu. Það eru þeir  Sigurður Helgason og Björgólfur Jóhannsson. Sigurður hefur verið formaður stjórnar frá árinu 2011, hann hefur reynst samtökunum afar vel og þakka Vinirnir honum farsæla formennsku. 

Lesa meira

4.5.2014 : Ársfundur 

Vina Vatnajökuls - hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs

Ársfundur Vina Vatnajökuls verður

haldinn, mánudaginn 12. maí 2014 kl. 16:00

á hótel Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík.

Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

Lesa meira

25.3.2014 : Þjóðgarðar fyrir alla - ráðstefna í húsi Íslenskrar erfðagreiningar

Föstudaginn 28. mars 2014, kl. 15 - 17

Ráðstefna, opin almenningi verður haldin í sal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík, föstudaginn 28. mars kl. 15:00 - 17:00. 

Dagskrá:

Opnun: Vinir Vatnajökuls


Saga og hugmyndafræði bandarískra þjóðgarða (Greg Dudgeon, þjóðgarðsvörður, Gates of the Arctic National Park and Preserve, Fairbanks)  


Tækifæri íslenskra þjóðgarða – lærdómur dreginn af niðurstöðum námskeiðsins í Skaftafelli (Dave Dalhen, forstöðumaður, Stephen T. Mather Training Center, Harpers Ferry)


Staða íslenskra þjóðgarða og annarra náttúruverndarsvæða (Sigrún Helgadóttir, líffræðingur höfundur bókanna um Jökulsárgljúfur og Þingvelli)


Framtíðarsýn fyrir íslenska þjóðgarða og önnur náttúruverndarsvæði (Andri Snær Magnason rithöfundur)


Pallborðsumræður  

 

Frítt inn - allir velkomnir!

Lesa meira
Upplifðu náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs með barninu þínu og Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð

13.12.2013 : Bækur Vina Vatnajökuls eru frábær jólagjöf

Upplifðu náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs með barninu þínu

Vatnajökulsþjóðgarður er eign okkar allra líka barnanna okkar. Það er ævintýri líkast að ferðast með barni um þjóðgarðinn. Til að gera slíkar ferðir enn innihaldsríkari hafa Vinir Vatnajökuls gefið út bókina Upplifðu náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs

 með barninu þínu. Bókin er ætluð fullorðum sem ferðast með barn eða börn hvar sem er í íslenskri náttúru þó hún taki sérstaklega til skemmtilegra gönguleiða í Skaftafelli og Ásbyrgi. Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð er sígild bók um þjóðgarðinn gefin út á íslensku, ensku og þýsku.
Lesa meira

Hér getur þú tekið þátt!