22.12.2010

Fyrsta styrkveiting Vina Vatnajökuls!

Vinir Vatnajökuls – hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs, veittu fyrstu styrki  samtakanna, mánudaginn 20. desember s.l.

Viðstaddir voru styrkþegar og fulltrúar þeirra, stjórn Vina Vatnajökuls, stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsverðir, ásamt öðrum velunnurum samtakanna. Formaður stjórnar Vina Vatnajökuls, Kristín Ingólfsdóttir, afhenti styrkina. Tríó hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands lék fyrir gesti. Þegar styrkþegar fóru að ræða saman að afhendingu lokinni kom í ljós að þeir töldu ýmsa snertifleti á milli verkefna og að þeir gætu styrkt eigin verkefni með samvinnu sín í milli. Þannig að ýmiss samlegðaráhrif milli verkefna gætu gagnast heildinni. Til að meta styrkumsóknir skipaði stjórn Vinanna fagráð, ekkert verkefni hlaut styrk nema allir aðilar í fagráði væru sammála um styrkhæfi verkefnisins. Ekki var veittur styrkur til kvikmyndagerðar að þessu sinni en samtökin hyggjast auglýsa sérstaklega eftir umsóknum í verkefni sem einungis varða kvikmyndagerð snemma á næsta ári.

Þau verkefni sem Vinirnir styrktu að þessu sinni voru:

Verkefni Styrkþegi Verkefnisstjóri  Upphæð styrks
Gestagötur í Vatnajökulsþjóðgarði Vatnajökulsþjóðgarður Snorri Baldursson  2.240.000 kr.
Gönguleiðakort af nágrenni Kirkjubæjarklausturs Kirkjubæjarstofa Ingibjörg Eiríksdóttir     500.000 kr.
Handbók í umhverfistúlkun Náttúrustofa Norðausturlands Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir.  1.200.000 kr.
Hvítblinda Hlynur Pálmason Hlynur Pálmason     500.000 kr.
Innland Vatnajökull Svavar Jónatansson Svavar Jónatansson     341.000 kr.
Sjálfbær ferðamennska, náttúruvernd og stjórnun náttúruauðlinda Rannveig Ólafsdóttir  - 2 ára verkefni Rannveig Ólafsdóttir   2.817.000 kr.
Skráning menningarminja í Öræfasveit Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir     500.000 kr.
Snjallleiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir  1.750.000 kr.
Stafrænn ferðafélagi í Vatnajökulsþjóðgarði- hlustaðu, sjáðu, upplifðu. Náttúrustofa Austurlands  Kristín Ágústsdóttir     470.000 kr.
Útbreiðsla stafafuru í Staðarfjalli í Suðursveit Hanna Björg Guðmundsdóttir Hanna Björg Guðmundsdóttir 120.000
Þróun gróðurs og jarðvegs í Skaftafelli og Öræfum síðustu árþúsundir Guðrún Gísladóttir - 2 ára verkefni Guðrún Gísladóttir  3.409.000 kr.
Þróun vetrarferðaþjónustu í Vatnajökulsþjóðgarði Fræðasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Þorvarður Árnason  1.800.000 kr.
Senda grein

Hér getur þú tekið þátt!