Hlutverk og markmið

image12Hlutverk og markmið Vina Vatnajökuls eru skráð í 4. gr. laga samtakanna. Vinirnir vinna jafnt og þétt að því að ná settum markmiðum  og rækja sitt hlutverk. Meðal verkefna sem Vinir Vatnajökuls hafa unnið má nefna útgáfu samtakanna á bókunum  Upplifðu náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs með barninu þín og Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð á íslensku, ensku og þýsku ásamt ýmsum bæklingum og kortum. Vinir Vatnajökuls hafa veitt styrki til yfir 60 verkefna í þremur styrkúthlutunum samtals að upphæð um 150 milljónir.

Vinir Vatnajökuls sækjast eftir samstarfi við önnur félagasamtök, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga sem vinna að sömu eða hliðstæðum markmiðum og Vinirnir.

Senda grein

Hér getur þú tekið þátt!