Stefna og framtíðarsýn

vinirheader2Stefnt er að því að VINIR VATNAJÖKULS verði fjölmenn, fjárhagslega sjálfstæð samtök sem komi til með að leggja mikið af mörkum til verkefna á sviði rannsókna, kynningarmála og fræðslustarfs.  Með sameiginlegu framlagi innlendra og erlendra einstaklinga, fyrirtækja, félaga og stofnana geta Vinir Vatnajökuls styrkt góð og mikilvæg verkefni sem stuðla að þekkingu, leiða af sér tekjur og auka almenna vitund á sérstöðu og mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs – stærsta þjóðgarðs í Evrópu.  

VINIR VATNAJÖKULS vilja styrkja verkefni sem stuðla að

  • Aukinni þekkingu almennings
  • Samspili byggðarlaga innan þjóðgarðsins
  • Samspili útivistar, menningar og Vatnajökulsþjóðgarðs
  • Tengslum barna og unglinga við náttúruna
  • Auknum skilningi umheimsins á mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu
Senda grein

Hér getur þú tekið þátt!