Vinir Vatnajökuls

Einstakur þjóðgarður á heimsvísu

Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður 9. júní 2008 en markmiðið með stofnun og rekstri þjóðgarðsins er að vernda Vatnajökul og landsvæði honum tengd.

Flatarmál þjóðgarðsins er tæplega 15% af flatarmáli Íslands. Ríflega helmingur þjóðgarðsins er jökull og þar er að finna samvirkni jarðelds, jarðhita og myndunar jökla, landmótun jökla og vatnsfalla.  

Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru fjölmargar söguslóðir og einstaklega margbrotið landslag sem geymir margar ómetnalegar náttúruperlur. Vatnajökulsþjóðgarður hefur mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum, m.a. vegna þess að þar eru átök elds og ísa enn í fullum gangi, eins og nýjustu dæmi sanna! Til að fræðast frekar um Vatnajökulsþjóðgarð bendum við á vef þjóðgarðsins.

FRÓÐLEIKUR er safn upplýsinga um útgefið efni frá Vinum Vatnajökuls, bækur, bæklinga og myndefni. Margt af því er afrakstur styrkveitinga Vinanna í gegnum árin.

Vinirnir deila einnig, ferðasögum, þjóðsögum, tenglum á spennandi efni á öðrum vefjum, afþreyingarmöguleikum og meira að segja má finna hér uppskriftir sem nýta hráefni úr þjóðgarðinum. Verði ykkur að góðu!

Var efnið hjálplegt?

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.