Vinir Vatnajökuls óska árlega eftir styrkumsóknum frá fyrsta ágúst til 30. september. Fagráð Vinanna fer yfir umsóknir og ákveður hvaða verkefni skal styrkja. Afhending styrkja ársins 2017 fór fram föstudaginn 23.02.2018 á hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Eftirtalin verkefni hlutu styrk frá samtökunum að þessu sinni:
360 gráðu loftmyndir af helstu náttúruperlum Vatnajökulsþjóðgarðs
Umsækjandi: Snorri Þór Tryggvason
Verkefnastjóri: Snorri Þór Tryggvason
Exploring Iceland’s Geology: Jökullsárlón
Umsækjandi: Henry Páll Wulff
Verkefnastjóri: Henry Páll Wulff
“FLÓRA” -lífshlaup Eggerts Péturssonar myndlistarmanns
Umsækjandi: Sjónhending ehf
Verkefnastjóri: Gunnlaugur Þór Pálsson
Fornar ferðaleiðir í Skaftárhreppi - heimildarrit
Umsækjandi: Kirkjubæjarstofa
Verkefnastjóri: Vera Roth jarðfræðingur
Fuglalíf í Skúmey á Jökulsárlóni á varptíma 2018
Umsækjandi: Náttúrustofa Suðausturlands
Verkefnastjóri: Kristín Hermannsdóttir
Gróður og framvinda í Skaftafelli á tímum loftslagsbreytinga og útbreiðslu framandi tegunda.
Umsækjandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Verkefnastjóri: Ásrún Elmarsdóttir
Jöklar — bók um skriðjökla Vatnajökuls
Umsækjandi: Ragnar Axelsson og Tómas Guðbjartsson
Verkefnastjóri: Tómas Guðbjartsson
Sjálfstætt fólk
Umsækjandi: Sænautasel ehf.
Verkefnastjóri: Lilja Óladóttir
Sögulegt tímayfirlit (krónólógía) af Breiðamerkursandi/-jökli
Umsækjandi: Náttúrustofa Suðausturlands
Verkefnastjóri: Snævarr Guðmundsson
Upplifunarfræðsla með lifandi hljóðleiðsögn.
Umsækjandi: Óbyggðasetur ehf
Verkefnastjóri: Steingrímur Karlsson
Úttekt á ástandi gróðurs í Hvannalindum
Umsækjandi: Náttúrustofa Austurlands og Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
Verkefnastjóri: Kristín Ágústsdóttir
Fálkasýning í Jökulsárgljúfrum
Umsækjandi: Vatnajökulsþjóðgarður
Verkefnastjóri: Guðmundur Ögmundsson
Gönguleiðabæklingur fyrir Jökulsárgljúfur
Umsækjandi: Vatnajökulsþjóðgarður
Verkefnastjóri: Guðmundur Ögmundsson
Merkingar og skilti við Jökulsárlón og Skaftafell
Umsækjandi: Vatnajökulsþjóðgarður
Verkefnastjóri: Regína Hreinsdóttir