Vinir Vatnajökuls

Opið fyrir styrkumsóknir frá fyrsta ágúst til 30. september

Vinir Vatnajökuls taka árlega á móti styrkumsóknum frá fyrsta ágúst til 30. september. Umsóknareyðublað má finna undir Styrkir á þessari vefsíðu. Undir styrkir má finna upplýsingar um reglur sem varða styrkveitingarnar og þar eru upplýsingar um þá styrki sem hafa verið veittir fram að þessu. Rétt er að benda umsækjendum á að kynna sér vel hvað er styrkt og hvað Vinirnir setja í forgang við úthlutun.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.