Vinir Vatnajökuls

Stjórn VINA Vatnajökuls auglýsir eftir umsóknum um styrki 2017

VINIR Vatnajökuls styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs. Lögð er áhersla á að umsóknir og fylgigögn með þeim berist Vinum Vatnajökuls  áður en umsóknarfrestur rennur út. Að öðrum kosti eru þær ekki teknar til umfjöllunar. Gert er ráð fyrir að umsóknir hljóti afgreiðslu fagráðs Vina Vatnajökuls innan tíu vikna frá auglýstum skilafresti.

Umsóknum skal skila hér á vefsíðu Vinanna, þar sem allar nánari upplýsingar er að finna. Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2017.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.