Vinir Vatnajökuls

Fréttasafn

27.01.2017
Styrkafhending 27/1 kl. 15:30
Stjórn Vina Vatnajökuls býður til formlegrar styrkafhendingar milli kl. 15.30 og 17.00 föstudaginn 27.01 á veitingahúsinu Nauthóli Nauthólsvegi 101 Reykjavík. Dagskrá: • Jónas Hallgrímsson formaður stjórnar Vina Vatnajökuls býður gesti velkomna • Sýnd verða brot úr kvikmyndum sem Vinir Vatnajökuls styrkja • Afhending styrkja ársins 2016
Nánar
28.08.2015
Opið er fyrir styrkumsóknir til 30. september!
Vinir Vatnajökuls veita styrki árlega og opið er fyrir umsóknir frá fyrsta ágúst til 30. september. Ef þú ert með áhugavert verkefni sem þú telur að falli að úthlutunarreglum samtakanna þá vilja Vinirnir gjarnan fá umsókn frá þér. Skoðaðu "Styrkir" á þessari vefsíðu til að sjá það sem Vinirnir hafa styrkt fram að þessu. Umsóknarform og nánari upplýsingar eru hér á vef Vinanna. Ætlir þú að sækja um styrk, vinsamlegast lestu vel leiðbeiningarnar.
Nánar

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.