Vinir Vatnajökuls

Fréttasafn

23.02.2015
Háfjallakvöld 1. mars
Sunnudagskvöldið 1. mars kl. 19:30 verður Háfjallakvöld í Eldborgarsal Hörpu. Um er að ræða samstarfsverkefni Vina Vatnajökuls, FÍ, FÍFL og 66°Norður. Aðalfyrirlesari verður einn mesti fjallagarpur heims, David Breashers.
Nánar
02.12.2014
Vinir Vatnajökuls úthluta tæplega 40.000.000 í styrki
Vinir Vatnajökuls úthlutuðu 1. desember samtals tæplega 40 milljónum króna til styrktar 24 verkefnum sem falla undir rannsóknir, kynningu og fræðslu um Vatnajökulsþjóðgarð og nágrenni hans. Nýr formaður stjórnar Vina Vatnajökuls, Halldór Ásgrímsson, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn á Hótel Natura. Þá var ný vefsíða Vina Vatnajökuls formlega tekin í notkun við athöfnina. Nýja vefsíðan kynnir ítarlega niðurstöður styrktarverkefna samtakanna þannig að sem flestir geti notið afraksturs af styrkjum Vina Vatnajökuls.
Nánar
30.11.2014
Vinir Vatnajökuls úthluta tæplega 40 milljónum í styrki og opna nýja vefsíðu
Þann fyrsta desember næstkomandi á fullveldisdegi Íslendinga munu Vinir Vatnajökuls standa að fimmtu styrkveitingu samtakanna. Nýr formaður stjórnar Vina Vatnajökuls, Halldór Ásgrímsson, afhendir styrkina við hátíðlega athöfn á Hótel Natura. Í tilefni af styrkveitingunni verður opnuð ný vefsíða Vinanna. Vefsíðan er verkfæri sem ætlað er að opna almenningi leið að upplýsingunum sem felast í niðurstöðum verkefna sem samtökin hafa styrkt.
Nánar
08.09.2014
Breyting á stjórn Vina Vatnajökuls
Á ársfundi Vinanna þann 12. maí síðastliðinn óskuðu tveir stjórnarmenn eftir lausn frá stjórnarsetu. Það eru þeir Sigurður Helgason og Björgólfur Jóhannsson. Sigurður hefur verið formaður stjórnar frá árinu 2011, hann hefur reynst samtökunum afar vel og þakka Vinirnir honum farsæla formennsku. Björgólfur Jóhannsson hefur setið í stjórn samtakann frá upphafi og verið sterkur stjórnarmaður. Vinirnir þakka honum mjög gott samstarf. Eftirmenn Sigurðar og Björgólfs, eru Halldór Ásgrímsson sem er nú formaður stjórnar Vinanna og Guðjón Arngrímsson. Bjóða Vinir Vatnajökuls þá innilega velkomna og hlakka til samstarfsins á komandi árum.
Nánar

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.