Vinir Vatnajökuls

Kynjaskepna í Hornafirði

Einu sinni sem oftar var Guðrún Einarsdóttir í Þinganesi að sækja naut undir Almannaskarðið. Þegar hún er komin miðja vegu á milli Krossahrauns og skarðsins litast hún um og sér þá hvar upp úr sjónum kemur undarleg skepna eða skrímsli. Virtist Guðrúnu skepna þessi á lengd við hest en svo lágvaxin, einkum að aftan til, að henni sýndist eins og skepnan drægi efri hlutann í fjörumölinni. Gljáði á allan skrokk skepnu þessarar sem veitti Guðrúnu eftirför í dágóða stund. Seinna þóttust nokkrir sjómenn hafa verið eltir af sömu skepnu en tölu hana hafa verið allmiklu stærri en Guðrún hafi sagt til um.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.