Vinir Vatnajökuls

Uppskriftir

Vatnajökulsþjóðgarður og nágrenni er mikið nægtabúr matar og má þar finna hreindýr, fugla, lax, ber, sveppi og rabarbara. Það má jafnvel nýta hundasúrur og túnfífla í hinar ljúffengustu rétti.

Við hlið gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, Snæfellsstofu á Skriðuklaustri er matsala í Gunnarshúsi þar er boðið upp á margvíslega rétti úr hráefni sem fæst úr nánasta umhverfi.

Fyrir nokkrum árum kom út bók sem ber nafnið Réttir úr Ríki Vatnajökuls í bókinni eru uppskriftir úr hráefni sem bæði má verða sér úti um sjálf/ur eða kaupa á bæjum og býlum í nágrenni þjóðgarðsins. Þú getur fundið sýnishorn úr bókinni hér, en hún fæst meðal annars í bókabúðum Eymundsson og á sölustöðum í Vatnajökulsþjóðgarði.

En hér er að finna uppáhalds uppskriftir Vinanna að villibráð á borð við hreindýrakjöt, villta fugla og fleira góðgæti.

Villt fuglakjöt

Villt fuglakjöt er einhver sá besti matur sem völ er á og í Vatnajökulsþjóðgarði má finna gæsir, endur, rjúpur og auðvitað hænsn. Ekki spillir fyrir að kjötið er afar hollur matur, fitu- snautt, ómengað og án allra aukaefna.

Hreindýrakjöt

Hreindýrakjöt þykir Vinum Vatnajökuls herramannsmatur enda er það sjaldan seigt og yfirleitt bragðgott. Hryggurinn og lærin eru besta kjötið af hreindýrinu en aðrir partar eru tilvaldir í kjötbollur, gúllas eða hakk. Hreindýraborgarar eru til dæmis hrikalega góðir. Ef þú ert með góðan bita af hreindýrakjöti má hreinlega bara grilla eða steikja það eins og þér finnst best.

Hér að neðan má finna uppskriftir að skemmtilegum hreindýrakjötisréttum.

Eftirréttir

Það ætti síst að vera erfitt að finna hráefni í eftirrétti í Vatnajökulsþjóðgarði. Fyrir utan ber og rabarbara má þar finna egg, rjóma, skyr ásamt frumlegri hráefnum á borð við hundasúrur og túnfífla. Eftirfarandi uppskriftir má baka bæði með venjulegum bláberjum og aðalbláberjum.

Réttir úr ríki Vatnajökuls

Halldór Halldórsson matreiðslumaður er höfundur matreiðslubókarinnar Réttir úr Ríki Vatnajökuls, en hann hefur unnið við matreiðslu frá 18 ára aldri og lærði fag sitt á Hótel Höfn árin 2002-2006. Halldór var snemma áhugasamur um matvæli úr nágrenni þjóðgarðsins og kemur það vel fram í bókinni þar sem hann þróar nýjar hugmyndir á gömul grunni og gefur hráefninu nýjan og ferskan blæ.

Prófaðu þessar uppskriftir úr bók Halldórs sem hér fylgja:

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.