Vinir Vatnajökuls

Bláberja mojito

Mojito er drykkur ættaður frá Kúbu. Hérna er hann íslenskaður og er flott að nota nýtínd bláber í drykkinn. Hægt er að gera óáfenga útgáfu og er þá best að nota sprite og sleppa hrásykri, sódavatni og auðvitað romminu. Þessi drykkur er ómissandi í sumarbústaðaferðina. Hægt er að fá ferska myntu í Dilksnesi yfir sumartímann og frostþurrkaða á vetrum. Hundasúrulaufunum má sleppa ef þú vilt.

  • 10 hundasúrulauf
  • 10 myntulauf
  • 1 msk hrásykur
  • 3 cl bacardi
  • 20-30 bláber
  • 4-5 bátar af límónu
  • Sódavatn
  • Klakakurl

Límóna, hrásykur og mynta eru marin vel saman í botni glassins. Bláber og hundasúrur eru þá létt marin saman við. Fyllið hálft glasið með muldum klökum og setjið loks bacardi rommið út í og fyllið upp í með sódavatninu. Skreytið með bláberjalyngi eða ferskri myntu.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.