Vinir Vatnajökuls

Bláberjaskyrterta

Þessi skyrterta er ótrúlega góð. Það hefur loðað við hana að þegar ég hef búið hana til koma gestir ósjálfrátt í heimsókn. Ekki er vitlaust að gera tvær í einu þar sem sú fyrsta er oftast fljót að fara.

  • 500 g skyr
  • 3 dl rjómi
  • 2 egg
  • 175 g sykur
  • 2 bollar bláber
  • 2 msk vanilludropar
  • 8 matarlímsblöð
  • 250 g homeblest kex
  • 75 g smjör

Leggið matarlímsblöð í bleyti í ískalt vatn. Smjör er brætt og kex mulið í matvinnsluvél og blandað saman. Botn á hefðbundnu kökuformi er smurður eða klæddur með smjörpappír og kexblöndunni þrýst í botninn.

Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er létt og ljós. Eggjahrærunni er blandað saman við skyrið ásamt helmingnum af bláberjunum. Rjóminn er léttþeyttur og honum blandað saman við skyrblönduna. Matarlímið er brætt ásamt fjórum matskeiðum af vatni yfir vægum hita og hrært rösklega samanvið skyrblönduna með písk. Skyrblöndunni er loks hellt í mótið og kakan kæld í a.m.k. 3 klst.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.