Gerast vinur

Þessi bragðast grunsamlega vel miðað við hvað hún er einföld.
Blandið hveiti, sykri, haframjöli og matarsóda saman í skál. Setjið bráðið smjör út í og hrærið saman. Deigið á að vera sundurlaust. Setjið 2/3 í af deiginu í smurt eldfast form. Dreifið en þjappið ekki. Setjið bláberin yfir. Blandið kókosmjöli og möndluflögum út í deigið sem eftir er og dreifið yfir berin. Bakið í miðjum ofni við 180° í ca 20 mín eða þangað til yfirborðið er orðið vel brúnt. Borið fram með ís.