Vinir Vatnajökuls

Hreindýrabollur

Hreindýrabollur eru bæði ljúffengar og fljótlegar. Hreindýrahakk er tilvalið til að nýta parta af dýrinu aðra en hrygginn og lærin, og þessar eru miklu skemmtilegri en venjulegar kjötbollur.

  • 1 kg hreindýrahakk
  • 1 pakki Ritz kex
  • 1 púrrulaukur, smátt saxaður
  • 1-2 egg
  • 1 bakki af steiktum sveppum, smátt söxuðum
  • Skvetta af Worchester sósu
  • Svartur pipar
  • Salt
  • 2-3 heil einiber mulin

Blandaðu öllu saman (fínt að nota hendurnar og hnoða þetta vel). Mótaðu svo bollur og brúnaðu þær á pönnu.

Blandaðu saman chilisósu & rifsberjahlaupi og helltu yfir bollurnar á ofnföstu fati.

Bakaðu við 150° í 20 mínútur.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.