Vinir Vatnajökuls

Hreindýraborgari

Hreindýraborgara er fljótlegt að búa til og Vinirnir mæla með því að þeir séu glóðarsteiktir.

Þú þarft:

  • 400 gr hreindýrahakk
  • 1 tsk papriku (kryddið)
  • ½ tsk cayenne pipar
  • 1 tsk salt
  • Ólífuolíu

Blandaðu öllu saman (fínt að nota hendurnar) fyrir utan ólífuolíuna, og formaðu fjóra borgara. Penslaðu þá með olíunni og skelltu þeim svo á grillið. Vinunum þykir best að hafa þá þykka svo þeir verði rauðir og safaríkir en það er að sjálfsögðu smekksatriði. Svo smellirðu bara þínu uppáhalds borgaraáleggi á borgarann ásamt brauði og sósu og og nýtur villibragðsins!

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.