Vinir Vatnajökuls

Hreindýrasúpa

Það er gott að borða heita villibráðarsúpur á íslenskum vetrarkvöldum, þessi er í miklu uppáhaldi hjá Vinunum.
800 g hreindýraskanki, sagaður í hæfilega bita.

 • 2 laukar, meðalstórir
 • 75 g gulrætur
 • 75 g sellerírót
 • 2.5 dl rjómi
 • 150 g smjör
 • 1.5 dl gin
 • Salt & pipar
 • 3 lárviðarlauf
 • 4 einiber
 • 3 msk blóðberg
 • Svört og hvít piparkorn

Allt grænmetið hreinsað og grófskorið. Smjörið brætt í potti og skankarnir brúnaðir. Kryddaðu vel með salti og pipar og bættu grænmetinu útí. Settu nægt vatn til að það fljóti vel yfir skankana. Þegar suðan kemur upp er fleytt ofan af soðinu og afganginum af kryddinu bætt útí. Láttu þetta sjóða við vægan hita í 2 klst. Síaðu soðið og bakaðu það upp með smjörbollu (brætt smjör þeytt saman við hveiti), þannig að villibráðarbragðið haldi sér. Leyfðu þessu að sjóða varlega í nokkrar mínútur. Smakkaðu súpuna til og gininu bætt útí (sumir vilja láta smá gráðost með, en mér finnst það yfirgnæfa hreindýrabragðið). Skerðu kjötið af skönkunum í hæfilega strimla og berðu fram í súpunni. Hálfþeyttum rjóma er blandað í súpuna og að síðustu er hálfmuldum einiberjum sáldrað yfir.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.