Vinir Vatnajökuls

Villibráðarsósa

Þessi sósa er afar einföld og fljótlega og passar með hvaða villibráð sem er. Þú getur notað þinn eigin villibráðarkraft í stað vatns og teninga ef þú vilt.

  • 5 dl vatn
  • 2 msk/teningar villibráðarkraftur
  • 1 msk gráðostur
  • 2 msk rifsberjahlaup
  • 1 tsk timjan
  • Sósujafnari
  • Salt og pipar
  • 2 dl rjómi

Vatn, kraftur, gráðostur, rifsberjahlaup og timjan sett saman í pott og suða látin koma upp. Þykktu sósuna með sósujafnara (t.d. maizena mjöli), kryddaðu með salti og pipar og bættu loks rjómanum út í. Sósan er tilbúin um leið og suðan kemur upp eftir að rjómanum hefur verið bætt við.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.