Vinir Vatnajökuls

Útgáfa

Vinir Vatnajökuls hafa staðið fyrir útgáfu fræðsluefnis frá stofnun samtakanna enda eitt megin markmið þeirra að efla kynningar- og fræðslustarf svo sem flestir getið notið þeirra náttúrufyrirbæra og sögu sem þjóðgarðurinn hefur að geyma.

Á meðal bóka sem Vinir Vatnajökuls hafa gefið út er bókin Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð á íslensku, ensku og þýsku og bókin Upplifðu náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs með barninu þínu ásamt bæklingum um störf samtakanna. Vinirnir gáfu út fjóra bæklinga undir heitinu Litli landvörðurinn í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð. Bæklingarnir eru skemmti- og fræðslubæklingar ætlaðir börnum sem heimsækja þjóðgarðinn.

Þá hafa Vinirnir styrkt útgáfu á ýmsum bæklingum með fróðleik um þjóðgarðinn og endurútgefið bæklinga um Jarðminjar á Suðausturlandi á íslensku og ensku og gefið út kort af þjóðgarðinum á segulmottu til að kynna almenningi stærð og legu hans.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.