Vinir Vatnajökuls

Styrkir og veittir styrkir

Meginmarkmið Vina Vatnajökuls er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem geta stuðlað að því að sem flestir geti notið þeirrar náttúru og sögu sem þjóðgarðurinn hefur að geyma.

Frá 2010 hafa Vinir Vatnajökuls styrkt hátt í 200 verkefni fyrir um sexhundruð milljónir króna. Hér má finna yfirlit yfir veitta styrki og upplýsingar um niðurstöður verkefna.

Ef þú ert með áhugavert verkefni sem þú telur að falli að úthlutunarreglum samtakanna þá viljum við gjarnan fá umsókn frá þér. Tekið er á móti umsóknum frá fyrsta ágúst til 30. september árlega.

Var efnið hjálplegt?

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.