Vinir Vatnajökuls

Úthlutunarreglur

Vinirnir óska árlega eftir styrkumsóknum. Tekið er á móti umsóknum frá 1. ágúst til 30. september. Stjórn samtakanna skipar fagráð til að meta umsóknir sem berast.

Hvað er styrkt?

Samtökin styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið þeirra náttúrufyrirbæra og sögu sem Vatnajökulsþjóðgarður hefur að geyma.

Verkefni fara í forgang sem stuðla að:

  • Aukinni þekkingu almennings á náttúru og sögu þjóðgarðsins

  • Samspili byggðarlaga innan þjóðgarðsins

  • Samspili útivistar, menningar og Vatnajökulsþjóðgarðs

  • Tengslum barna og unglinga við náttúruna

  • Auknum skilningi umheimsins á mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu


Hverjir geta sótt um?

Einstaklingar, samtök/tengslanet og stofnanir (einkareknar og opinberar) geta sótt um styrki. Umsækjendur mega búa hvort heldur er innan eða utan Íslands.

Finna má nánari leiðbeiningar og rafræna umsókn á vefnum.

 

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.