Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2010-003
Fjárhæð kr. 9.000.000.
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Þórður H. Ólafsson
Lengd verkefnis 1 ár
Næsta verkefni

Markmið

Unnin verða fræðslu- og upplýsingaskilti sem sett verða upp við nokkra mikilvæga áningarstaði ferðamanna í Vatnajökulsþjóðgarði sumarið 2011. Bæði er um að ræða lóðrétt skilti með stórum álskiltaflötum, en einnig hallandi fræsluskilti á uppistöðum sem ýmist eru úr áli eða lerki eftir aðstæðum með heldur minni skiltafleti. Á skiltaflötum fræðsluskiltanna verður stuttur texti á íslensku og ensku um staðinn sem verið er að vekja athygli á, ásamt einföldu korti sem sýnir útlínur og helstu gönguleiðir. Mikil vinna er við gerð slíkra fræðslu- og upplýsingaskilta: Velja þarf efni og myndir, sníða til texta og fínpússa og tryggja að allar upplýsingar og leiðarlýsingar séu réttar. Undirbúningsvinna er í höndum fastra starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs, en leita þarf til utanaðkomandi sérfræðinga og fyrirtækja varðandi kortagerð, útlitshönnun, þýðingar og yfirlestur, auk framleiðslu skiltanna. Staðsetning og gerð skiltanna er listuð upp í sérlista. Einnig er vísað til skiltahandbókar: http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/starfsemi/atvinna/

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.