Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2010-004
Fjárhæð 2.400.000
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Þórður H. Ólafsson
Lengd verkefnis 2 ár
Viðhengi Sýningarskrá.pdf Sýningarspjöld 2.pdf Um sýningu.pdf Sýningarspjöld 1.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmiðið er að lagfæra og bæta sýningu um vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Sýningin er hugsuð sem brú yfir í gestastofu þjóðgarðsins sem væntanleg er innan 5 ára. Fyrir eru gestastofur á norður-, austur-, og suðursvæði þjóðgarðsins.

Meginefni sýningarinnar yrði prentað á ógegnsæjar rúllugardínur fyrir gluggum í sal félagsheimilisins.

Þemu sýningarflatanna gætu orðið (með fyrirvara):

    Vonarskarð (myndun og mótun; Bárðargata)
    Grímsvötn (eldvirkni í jökli; hamfarflóðið 1996)
    Móbergshryggirnir vestan jökuls og eldvirkni á ísöld
    Lakagígar og Skaftáreldar 1783 – 1784
    Móðuharðindin (samfélagsáhrif; Jón Steingrímsson)
    Hraunið og vatnið (Eldhraun og Skaftá; sjóbirtingur)
    Mosalandið (gamburmosinn í Skaftárhreppi)

Auk þess yrði komið fyrir nokkrum sýningarpúltum með munum sem tengjast sýningunni.

Aðalmarkmið varðandi sýninguna á Kirkjubæjarklaustri er að kynna þjóðgarðslandið vestan Vatnajökuls fyrir gestum og gangandi og efla vitund íbúa og annarra landsmanna fyrir þeim náttúruauði og tækifærum sem þar er að finna. Undirmarkmið eru að laða ferðamenn að Kirkjubæjarklaustri og að styrkja atvinnustarfsemi í Skaftárhreppi.

Varðandi Jöklasýninguna á Höfn er aðalmarkmiðið lagfæring á núverandi sýningu sem er fjölsótt en farin að sýna þreytumerki.

 

 

Niðurstöður

Fyrirætlanir varðandi báðar sýningarnar breyttust. Jöklasýningin á Höfn var lögð niður en í stað hennar var opnuð upplýsingamiðstöð og sýning í Gömlubúð á Höfn.


Sýningin á Kirkjubæjarklaustri  var sett upp í formi spjaldasýningar í fordyri og á göngum félagsheimilisins Kirkjuhvols. Ekki sér fyrir enda á áformum um byggingu nýrrar gestastofu á Kirkjubæjarklaustri, þjóðgarðurinn mun því starfa áfram með sveitarfélaginu og öðrum hlutaðeigandi í félagsheimilinu.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.