Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2010-002
Fjárhæð 2.240.000
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Snorri Baldursson
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Viðhengi Framvinduskýrsla 23-08-2011.pdf Gestagata Vestursvæðis Bæklingur.pdf Drög að verkefninu Gestagötur 7-3-2011.pdf Gestagata Austursvæðis Skilti.pdf East Area Visitor Path Booklet.pdf Gestagata Austursvæðis Bæklingur.pdf West Area Visitor Path Booklet.pdf Gestagata Austursvæðis Skilti.pdf (1)
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Meginmarkmið verkefnisins Gestagötur í Vatnajökulsþjóðgarði er að auka fræðslu og upplifun þjóðgarðsgesta. Markmiðinu verður náð með því að gera tilteknar gönguleiðir að svokölluðum gestagötum þar sem veitt verður virk fræðsla um það sem fyrir augu ber. Gestagata er nýyrði yfir það sem oft hefur verið nefnt fræðslustígur. Verklegur hluti verkefnisins felst í að skapa hugmyndafræðilegan og listrænan ramma um gestagötur og tryggja heildarsvip í hönnun þeirra. Í öðru lagi að gera eina gestagötu á hverju rekstrarsvæði þjóðgarðsins; fyrstu hugmyndir miðast við blómastíg á norðursvæði, jöklagötu á austursvæði, söguslóð á suðursvæði og hrauntröð á vestursvæði. Þriðja afurð verkefnisins verður bæklingur þar sem öllum fjórum gestagötunum lýst. Starfsmenn þjóðgarðsins ákvarða legu gatnanna og sjá um framkvæmdir. Ráðinn verður ritsjóri til að yfirfara og samræma texta og grafískur hönnuður til að samræma gerð og útlit fræðsluefnis.

Allar merktar gönguleiðir í þjóðgarði eru vissulega gestagötur í þeim skilningi að þeim er ætlað að kynna þjóðgarðsgestum það besta sem garðurinn hefur að bjóða. Það sem greinir gestagötu frá hefðbundnum göngustíg er markviss upplýsingagjöf. Á gestagötu fer saman útivist, eigin upplifun og virk kynning á tilteknu þema sem tengist leiðinni sem farin er. Heiti götunnar getur endurspeglað þemað og má nefna sem dæmi blómastíg, grjótagötu, sagnaslóð, hrauntröð, vatnaleið o.s.frv.

Niðurstöður

Gerðir voru bæklingar fyrir hverja götu ásamt skiltum til að merkja leiðina, hægt er að nálgast bæklingana á íslensku og ensku og sjá skiltin með því að hala niður tilsvarandi viðhengjum í samantektinni um verkefnið eða hér fyrir neðan:

Austursvæði:

Norðursvæði:

Vestursvæði:

Suðursvæði:

  • Skilti

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.