Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2010-005
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Kirkjubæjarstofa ses
Stjórnandi Ingibjörg Eiríksdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Lokaskýrsla 25.09.2012.pdf Framvinduskýrsla 30.12.2011.PDF
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Undanfarin ár hefur verið unnið að uppbyggingu gönguleiða í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Gestir á svæðinu eru fjölmargir og margendurteknar athuganir gefa til kynna að náttúran og áhugi á útivist laði þá þangað öðru fremur. Gönguferðir um stórbrotna og og fjölbreytta náttúru á þessum slóðum verða æ vinsælli. Þörfin fyrir vandað gönguleiðakort er aðkallandi og skortur á því hefur háð svæðinu um allnokkurt skeið.

Á bakhlið fyrirhugaðs gönguleiðakorts verða leiðarlýsingar. Jarðfræði hins lifandi lands í sífelldri mótun er meginþema, í bland við aðra náttúrufræðslu og frásagnir af lífsbaráttu Skaftfellinga fyrr og nú. Sérstaklega er hugað að börnum og fræðslustígar, sem höfða til þeirra, eru hluti leiðanna. Gönguleiðakortið er mikilvægur hlekkur í skemmtilegum ratleik, með fræðslu um náttúru og sögu svæðisins, sem verið er að þróa fyrir breiðan aldurshóp, með áherslu á fjölskyldufólk.

Niðurstöður

Hægt er að nálgast lokaskýrsluna hér.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.