Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2010-006
Fjárhæð 1.200.000
Umsækjandi Náttúrustofa Norðausturlands
Stjórnandi Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Lokaskýrsla 01-06-2011.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Umhverfistúlkun eða náttúrutúlkun (á ensku environmental interpretation, nature interpretation) er óformleg fræðsla sem er meðal annars notuð á friðlýstum svæðum eins og í Vatnajökulsþjóðgarði. Náttúrutúlkun myndar tengsl milli gesta og umhverfis þar sem áhersla er lögð á verndun auðlinda og jákvæða upplifun gesta. Hér á landi hefur verðandi landvörðum verið kennd umhverfistúlkun frá því skömmu eftir 1980 og fleiri hafa sýnt efninu áhuga en íslenskt fræðsluefni hefur sárlega vantað.

Handbókinni er meðal annars ætlað að stuðla að aukinni þekkingu almennings á þeirri náttúru og sögu sem Vatnajökulsþjóðgarður hefur að geyma með því að auka færni landvarða, leiðsögumanna og annarra til að taka á móti gestum svæðisins eða fara með þá um svæðið. Hluti handbókarinnar fjallar sérstaklega um náttúru- og menningarminjar í Vatnajökulsþjóðgarði og nágrenni hans á norðursvæðinu sem dæmi um þau fjölmörgu tækifæri sem íslensk náttúra býður til túlkunar.

Niðurstöður

Verkefnið var í því fólgið að taka saman og gefa út á vegum Náttúrustofu Norðausturlands handbók um náttúrutúlkun, hugmyndafræði og aðferðir þar sem lögð væri áhersla á að staðfæra efnið að íslenskum aðstæðum. Hvatt skyldi til góðrar umgengni þeirra sem fara með gesti um íslenska náttúru og menningarminjar með náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Bókin fékk heitið Náttúrutúlkun ─ handbók og kom út í júní 2011. Hún er 136 bls. í A5 broti og hana prýða rúmlega 80 ljósmyndir auk skýringarmynda. Hægt er að kynna sér vinnslu verkefnisins og niðurstöður nánar í lokaskýrslunni en hægt er að ná í hana hér.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.