Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2010-007
Fjárhæð 1.000.000
Umsækjandi Ríki Vatnajökuls
Stjórnandi Þorvarður Árnason
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Dr. Þorvarður Árnason, umhverfis- og náttúrufræðingur er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði. Hann tók við starfinu um mitt ár 2006. Hann er doktor í umhverfisfræði en lauk áður grunnnámi í líffræði og í kvikmyndagerð. Helstu áhugamál hans eru náttúruljósmyndun og kórsöngur. Dr. Þorvarður opnaði um miðjan mars 2010 útiljósmyndasýning við Hoffell í Nesjum, Hornafirði. Sýningin stóð í mánuð og sýndu myndirnar breytingar á jöklinum milli ára og árstíða og tengist þannig loftlagsbreytingum í heiminum í dag. Sýningin var sett upp í tengslum við Vetrarhátíð Ríkis Vatnajökuls síðar var myndunum komið fyrir við göngugötu á Höfn í Hornafirði.

 

 

 

 

Niðurstöður

Sýningin vakti verðskuldaða athygli. Hún stóð í mánuð og sýndu myndir hennar breytingar á jöklinum milli ára og árstíða. Sýningunni var gefið lengra líf þar sem myndunum var síðar komið fyrir við göngugötu á Höfn í Hornafirði.

Hægt er að sjá myndir af sýninguni hér.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.