Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2010-008
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Hlynur Pálmason
Stjórnandi Hlynur Pálmason
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Bæklingur.pdf Veggspjald.pdf Myndir frá Sýningu.7z Hvítblinda.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Sótt er um styrk fyrir listasýningu, þema myndanna á sýningunni er samruni himins og jarðar og til að ná fram þeim áhrifum verða myndirnar hafðar stórar og prentaðar á hvítt plexigler. Á sýningunni verða tvær gerðir af ljósmyndum, 35 mm panorama og 120 mm medium-format.

 

Hvítblinda from Hlynur Pálmason on Vimeo.

Niðurstöður

Sýningin Hvítblinda ─ Listasýning í hljóði og mynd var frumsýnd á Graðaloftinu á Höfn í Hornafirði, hófst í júní 2011 og stóð þangað til í byrjun september sama ár. Sýningin stóð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá desember 2011 til febrúar 2012. Hún er nú (í ágúst 2012) á leið til Kaupmannahafnar.

Þema myndanna á sýningunni er samruni himins og jarðar og til að ná fram þeim áhrifum voru myndirnar hafðar stórar og prentaðar á hvítt plexigler svo að þær fengju notið sín til fullnustu. Allar myndirnar voru teknar á Austurlandi og unnar frá byrjun til enda í myndavél og í kemískum efnum, án allrar tölvuvinnslu. Hverju verki fylgir hljóðupptaka sem sýningargestir geta spilað á meðan þeir virða verkið fyrir sér. Það er til þess gert að fólk geti upplifað sýninguna á annan hátt en hingað til hefur tíðkast á ljósmyndasýningum. Hljóðmaður var Ásgeir Aðalsteinsson.

Hægt er að skoða myndir frá sýningu hér. Einnig er hægt að hala þeim niður en nota þarf 7zip til að afþjappa.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.