Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2010-010
Fjárhæð 2.817.000
Umsækjandi Rannveig Ólafsdóttir
Stjórnandi Rannveig Ólafsdóttir
Lengd verkefnis 2 ár
Viðhengi Framvinduskýrsla 1-12-2011.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Meginmarkmið þessa verkefnis er annars vegar að meta og kortleggja ástand lands með tilliti til ferðamennsku á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og efla skilning á álagi ferðamanna í mismunandi umhverfi innan svæðisins. Hins vegar að efla þekkingu og þróun á umhverfisstjórnun í ferðaþjónustu í friðlöndum.

Hugmyndafræði sjálfbærrar ferðamennsku felur í sér viðurkenningu á því að ferðamenn og uppbygging ferðaþjónustu geti haft neikvæð áhrif á áfangastaðinn. Til að ná fram markmiðum sjálfbærrar ferðamennsku þarf því að stýra uppbyggingunni. Til að stýra uppbyggingu ferðamennsku verður þekking á auðlindinni að vera til staðar, s.s. hvert núverandi ástand auðlindanna er og hvernig þær bregðast við álagi ferðamanna. Ástand lands vegna álags ferðamanna hefur verið metið og vaktað víða erlendis um áratuga skeið og rannsóknir á þolmörkum umhverfis verið stundaðar jöfnum höndum. Fáar rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar á þolmörkum umhverfis hér á landi og reglubundin vöktun umhverfis vegna álags frá ferðamönnum hefur ekki verið gerð.

Meginmarkmið þessa verkefnis er annars vegar að meta og kortleggja ástand lands með tilliti til ferðamennsku á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og efla skilning á álagi ferðamanna í mismunandi umhverfi innan svæðisins. Hins vegar að efla þekkingu og þróun á umhverfisstjórnun í ferðaþjónustu í friðlöndum. Eftirfarandi rannsóknarspurningar eru lagðar til grundvallar:

  1. Hvert er ástand umhverfis (göngustíga, reiðstíga, vega, jarðmyndana, vistkerfis, innviða o.s.frv.) og hvert er núverandi álag ferðamanna á þær náttúruauðlindir sem liggja til grundvallar ferðaþjónustu svæðisins?

  2. Hversu mikla nýtingu þola auðlindirnar án þess að láta á sjá?

  3. Hvert er viðhorf ferðamanna til núverandi ástands umhverfis?

  4. Hvernig er víðernisupplifun ferðamanna á svæðinu?

  5. Hvert er viðhorf hagsmunaaðila til uppbyggingar ferðamennsku á svæðinu?

  6. Hver eru viðhorf ferðaþjónustunnar til umhverfisstjórnunar og umhverfisvottunar?

Niðurstöður

Verkefninu er lokið og lokaskýrsla er væntanleg. Hægt er að nálgast framvinduskýrslu frá 2011 hér.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.