Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2010-011
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir
Stjórnandi Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Stöðuskýrsla 5-10-2011.pdf Lokaskýrsla.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Öræfasveit var löngum einangraðasta byggð landsins og raunar hélst svo allt til ársins 1974 þegar hringvegurinn um Skeiðarársand var opnaður. Samgöngur á landi voru torveldar vegna síbreytilegra jökla og vatna og einnig var aðkoma erfið frá sjó. Vegna einangrunarinnar þurftu Öræfingar að treysta á eigið hugvit til að vinna úr því efni sem til var. Þar var um að ræða ýmis áhöld og verkfæri sem notuð voru í búskap, við matargerð, sel- og lundaveiðar, fatagerð, hannyrðir, smíði húsa og húsgagna og hvaðeina annað í dagsins önn. Margar ritaðar heimildir eru til um búskaparhætti og mannlíf í Öræfum og einnig má geta þess að munir úr Öræfum eru í vörslu Byggðasafnsins á Höfn í Hornafirði. Þó er það aðeins lítill hluti af þeim munum sem eru í eigu Öræfinga sjálfra. Mikilvægt var að skrásetja þá hluti sem enn eru til frá fyrri hluta 20. aldar og eldri í Öræfasveit, taka myndir af þeim og ekki síst að fá upplýsingar um þessa hluti frá fólki sem enn hefur einhverja þekkingu á uppruna þeirra og notagildi.

 

Niðurstöður

Í verkefninu fólst að rannsaka hvert umfang gamalla hluta væri í Öræfasveit, að skrá þá í munaskrá Byggðasafnsins á Höfn, ljósmynda þá og að taka viðtöl við eigendur hlutanna. Lögð var áhersla á að skrá hluti sem smíðaðir voru í Öræfum og að safna heimildum um sjálfbærni innan sveitarinnar á árum áður. Kappkostað var að láta sögu hlutanna endurspegla notkun fólksins á þeim og hvernig þeir voru hluti af daglegu lífi þess. Samtals voru skráðir og ljósmyndaðir 339 hlutir og heimildir um þá skráðir í munaskrá sem munir í einkaeigu. Talað var við sjö manns og hlutir ljósmyndaðir frá 8 bæjum.

Hægt er að nálgast lokaskýrslu hér.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.