Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2010-012
Fjárhæð 1.750.000
Umsækjandi Locatify
Stjórnandi Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Lokaskýrsla.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að byggja snjallsímaforrit sem er með merkta inn gönguleið milli Skaftafells og Hafnar í Hornafirði ásamt upplýsingum, myndum og myndskeiðum um áhugaverða staði á leiðinni og hljóð-leiðsögn á ýmsum tungumálum.

 

 

Niðurstöður

Snjallleiðsögn um suðursvæði Vatnajökuls er lokið og hefur hún verið gefin út á Android og Apple tæki. Forritið er hægt að nálgast í vefverslun Apple eða Google play market undir nafninu SmartGuide North Atlantic fyrir iPhone, iPod Touch og iPad.

Ferðina er hægt að hefja hvort sem er í Skaftafelli eða á Höfn í Hornafirði en leiðin liggur milli þessara staða. Upptökur og ljósmyndir eru af 29 stöðum. Ferðamenn eru leiddir að Öræfajökli, Ingólfshöfða og að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi ásamt öðrum jökullónum. Nýjar gáttir á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eru kynntar, þ.á m. Skálafell og Heinabergs- og Hoffellssvæðið. Jöklasýningin á Höfn í Hornafirði kemur einnig við sögu. Sögumenn segja frá staðháttum, landafræði, náttúrufari, jarðfræði, fólki, menningu og sögu og náttúruvættum svæðisins ásamt útivistarmöguleikum.Verkefnið mun efla kynningu og fræðslu á Vatnajökulsþjóðgarði og auka þekkingu almennings, ekki síst yngri kynslóða, á efninu. Rósa Björk Halldórsdóttir leiðsögumaður segir frá á íslensku og ítölsku en Þorvarður Árnason segir frá á ensku. Björn Þórisson ljósmyndari tók myndir og grafík í forritinu var unnin af Kára Gunnarssyni teiknara og Sigrúnu Sæmundsdóttur teiknara. Locatify sá um undirbúning, uppsetningu, upptökur, tæknilega úrvinnslu, prófanir, eftirvinnslu og útgáfu forritsins í Apple Store.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.