Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2010-001
Fjárhæð 470.000
Umsækjandi Náttúrustofa Austurlands
Stjórnandi Kristín Ágústsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Viðhengi Lokaskýrsla.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að kynna og fræða almenning um Vatnajökulsþjóðgarð með því að koma upplýsingum um náttúrufar og sögu á hlaðvarp sem áhugasamir geta nálgast á veraldarvefnum og/eða í gestastofum þjóðgarðsins. Hlaðvarpið verður samtvinnað gps-hnitaskrám. Þannig geta þeir ferðalangar sem hafa áhuga á að skoða garðinn og fræðast um hann farið á stjá með hlaðvarp og staðsetningartæki og kynnt sér hin fjölbreytilegustu fyrirbæri. Einblínt verður á austursvæði þjóðgarðsins í verkefninu. Útbúin verða tíu hlaðvörp þar sem sagt er frá fjölbreytilegum atriðum í umhverfi og sögu austursvæðisins. T.d. verður sagt frá gæsum og votlendi á Eyjabökkum með tilheyrandi gæsakvaki í bakgrunni. Sagt verður frá jarðfræði Snæfells, frerarústum sem sýnilegar eru frá vegi, menningarminjum, örnefnum, gróðurfari, þjóðsögum, hreindýrum, jöklum o.fl. Leitast verður við að taka upp frásagnir á viðkomandi stað og fá raunveruleg bakgrunnshljóð. Hljóðvörpin verða byggð á upplýsingum úr rituðum heimildum um náttúrufar og sögu en jafnframt verður leitað til staðkunnugra eftir þörfum. Hvert hljóðvarp verður hnitsett og útbúin verður GPS-skrá sem almenningur getur hlaðið inn í GPS-tæki sín.

Niðurstöður

Niðurstöður eru í formi vefsíðu sem hægt er að nálgast hér. Einnig er til lokaskýrsla með nánari upplýsingum.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.