Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2010-014
Fjárhæð 1.000.000
Umsækjandi Ríki Vatnajökuls
Stjórnandi Ragnar Th. Sigurðsson
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Ragnar Th. Sigurðsson (f. 1958 ) er atvinnuljósmyndari, menntaður í Svíþjóð og á Íslandi. Hann hefur lagt sig eftir að ljósmynda á norðurhveli jarðar svo sem á Grænland, Ísland og Finnland. Vorið 2010 opnaði hann útiljósmyndasýningu á bakka Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi með styrk frá Vinum Vatnajökuls. Sýningin var hluti af Vetr­ar­hátíð Ríkis Vatna­jök­uls. Allar myndirnar á sýningunni voru frá þjóðgarðinum og umhverfi hans. Nokkrar af myndunum má nú sjá í veitingaskála við Jökulsárlón en aðrar á Höfn í Hornafirði.

 

 

Niðurstöður

Ljósmyndasýningin vakti mikla athygli og ánægju meðal áhorfenda sem margir leituðu eftir að heimsækja sjálfir þá staði sem myndirnar sýndu.

Hægt er að skoða myndir frá sýningunni hér.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.