Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-004
Fjárhæð 1.776.000kr
Umsækjandi Björn Oddsson
Stjórnandi Björn Oddsson
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Lokaskýrsla.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að auka skilning á veðurfari á einum af sérstæðustu stöðum Vatnajökulsþjóðgarðs og að auka öryggi ferðamanna sem fara um svæðið. Nákvæmar veðurspár fyrir slík svæði byggja á flóknum lofthjúpslíkönum og nákvæmum veðurreikningum með stórum tölvueykjum. Í fjalllendi og á jöklum líkt og í Kverkfjöllum er mikilvægt að reikna veður í afar þéttriðnu neti. Fáar mælingar á veðri eru til á slíkum svæðum en þær eru nauðsynlegar til að sannreyna, leiðrétta og bæta veðurspálíkön. Markmiðið með þessu verkefni er að fylgjast með veðurfari á hæsta hryggnum í Kverkfjöllum og meta út frá því gæði spálíkans sem nú er notað. Í framhaldi af því verður hægt að bæta veðurlíkanið fyrir svæðið sem nýtist hinum almenna ferðamanni við ferðir í Kverkfjöllum. Sett verður upp veðurstöð á hryggnum sem skilur að Efri Hveradal og skála Jöklarannsóknarfélagsins. Á meðan veðurathuganirnar fara fram er ráðgert að upplýsingar úr veðurstöðinni verði aðgengilegar á Veraldarvefnum. Bæði rauntímamælingar síðustu 2-3 daga á myndrænu formi á belgingur.is og allar mælingar verðar jafnframt opnar öllum á portal.belgingur.is. Þar með getur ferðafólk nýtt sér rauntíma upplýsingar um veður í Kverkfjöllum.

Niðurstöður

Veðurstöðin og myndavélarnar hafa nýst sérlega vel í Snæfellsstofu, upplýsingamiðstöð og gestastofu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð með áherslu á austurssvæði hans. Bæði til að gá til veðurs fyrir ferðalög og einnig til að sýna gestum "útsýnið" þegar þannig viðrar. Það er oft opið inn á vefmyndavélina í gestastofunni og er linkur á vefmyndavélar bæði í Kverkfjöllum og á vélar Landsvirkjunar við Kárahnjúka. Þetta hefur fært þjóðgarðinn, þá sérstaklega Kverkfjöllin, nær starfsstöðinni í Snæfellsstofu.

Einhver fjöldi heimamanna hefur sýnt þessu áhuga og þeir einkaaðilar sem gera út á ferðir á svæðinu hafa nýtt sér myndavélarnar, einnig flugáhugafólk. Að sjálfsögðu hefur stöðin nýst landvörðum í Kverkfjöllum til að kanna aðstæður vegna gangna upp að Hverasvæðinu, má segja að stöðin gæti orðið mikilvægur þáttur í öryggismálum svæðisins við skipulag gönguferða upp á svæðið í framtíðinni.

Sjá lokaskýrslu hér.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.