Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-006
Fjárhæð 1.500.000
Umsækjandi Náttúrustofa Norðausturlands
Stjórnandi Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Framvinduskyrsla 18-12-2012.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Afurð verkefnisins er bók sem verður einskonar leiðarvísir fyrir fjölskylduferðir í Vatnajökulsþjóðgarð og mun innihalda allar viðeigandi upplýsingar fyrir lautarferðir í garðinum.

Bókin er skrifuð með það að markmiði að:
• Stuðla að aukinni samveru fjölskyldunnar í náttúrunni.
• Stuðla að auknum tengslum barna við náttúruna með ánægjulegri upplifun og samveru við foreldra.
• Stuðla að aukinni náttúruvitund barna og foreldra þeirra og efla skilning þeirra á ferlum náttúrunnar,
• Stuðla að góðri umgengni gesta í náttúrunni.
Bókin verður u.þ.b 70-90 bls. í A5 broti og skipt upp í 3 meginhluta. Í fyrsta hluta verður ýmis fróðleikur um það sem við getum séð, skoðað og upplifað í náttúrunni s.s. ummerki lífvera, einfalda landmótunar- og vistfræðiferla, tengsl lífvera og fleira. Sérstök áhersla verður á náttúruna í nágrenni tjaldsvæðanna í Ásbyrgi og Skaftafelli. Í öðrum hluta er m.a. sagt frá skemmtilegum náttúruleikjum og þrautum sem hægt er að framkvæma á svæðunum, náttúrusögum og hvernig við getum búið til sögur í náttúrunni. Hér verða einnig tekin dæmi um það hvernig gera má nesti og neyslu matar í náttúrunni að spennandi viðfangsefni og nauðsynlegum hluta upplifunar. Í þriðja hluta verður fjallað um nokkrar gönguleiðir í nágrenni tjaldsvæðanna, helstu stopp á leiðunum og hvað má gera á hverjum stað. Vísað er í leiki og ýmsan annan fróðleik úr I og II hluta. Kort verður af leiðunum og stoppin merkt inn á þau.

 

Niðurstöður

Bókin er komin út og hún fæst í bókabúðum, í gestastofum þjóðgarðsins og á vefsíðu Vinanna.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.