Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-005
Fjárhæð 2.346.000
Umsækjandi Eyjólfur Magnússon
Stjórnandi Eyjólfur Magnússon
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er þríþætt. Í fyrsta lagi að afla gagna um hreyfingu Breiðamerkurjökuls og hvernig hann kelfir út í Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þessi gögn verða notuð til að kvarða þrívítt ísflæðilíkan fyrir kelfandi jökul. Í öðru lagi verður búið til fræðslu og kynningarefni um Breiðamerkurjökul og Jökulsárlón. Út frá ljósmyndum sem teknar yrðu við jökulssporðinn yrðu gerð myndskeið sem sýndu þróun jökulsins yfir lengri tíma (mánuði og ár). Kvikmyndatakan gæfi myndskeið sem sýndi hvernig ísinn brotnar af jöklinum út í lónið og hvernig jakar snúast á lóninu. Myndefni það sem aflað verður í gegnum þetta verkefni býður upp á margvíslega nýtingu í þágu kynningar, markaðsmála og fræðslu. Í þriðja lagi er markmið verkefnisins að skapa frekari grundvöll fyrir heilsárs ferðaþjónustu við Jökulsárlón. Vegna óvenjulegrar og magnaðrar fegurðar sinnar, sem og sérstæðs náttúrufars, hefur Jökulsárlón alla burði til þess að laða að aukinn fjölda ferðamanna, ekki síst að vetrarlagi. Markhópur þessa verkefnis er annars vegar vísindasamfélagið og hins vegar almenningur og ferðamenn. Vísindalegar niðurstöður verkefnis verða birtar á ráðstefnum og í ritrýndum fagritum. Myndefnið sem ætlað er almenningi og ferðamönnum verður aðgengilegt í gegnum netið, en hverjum þeim sem vinna að þjónustu og kynningarmálum tengdum Vatnajökli verður leyft að nota það.

Niðurstöður

Hægt er að skoða vefmyndvélarnar í beinni hér.

Hér er timelapse video úr vefmyndavélinni:

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.