Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-008
Fjárhæð 9.000.000
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Þórður H Ólafsson
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Viðhengi en_North Area.pdf is_Jökulsárgljúfur.pdf en_Skaftafell & Surroundings.pdf is_Skaftafell & Nágrenni.pdf Þjóðgarðsbæklingur.pdf en_Southwest Area.pdf is_Suðvestursvæði.pdf is_norðvestursvæði.pdf en_Northwest Area.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Unnir verða og útgefnir á árinu 2011 fjórir nýir fræðslu- og upplýsingabæklingar fyrir Vatnajökulsþjóðgarð, ásamt vönduðum nýjum gönguleiðabæklingi. Bæklingarnir verða fyrst og fremst í stærðinni 98x157 mm og gefnir út á íslensku og ensku. Einkennismerki Vina Vatnajökuls verður komið fyrir á áberandi stað á bæklingunum. Eftirfarandi bæklingar eru fyrirhugaðir: 

 1. Svæði frá Dyngjufjöllum í vestri að Kreppu í austri -nýr bæklingur, sameiginlegur fyrir Norður- og Austursvæði
 2. Skaftafell og nágrenni – nýr gönguleiðabæklingur sem byggir á eldri bæklingi.
 3. Þjóðgarðsbæklingur-nýr bæklingur af öllum þjóðgarðinum 
 4. Fyrir suðurhluta vestursvæðis: Lakagíga, Langasjó og Eldgjá – byggir að hluta til á eldri Lakabæklingi.
 5. Fyrir norðurhluta vestursvæðis: Tungnafellsjökul, Vonarskarð, Tungnaáröræfi – nýr bæklingur að öllu leyti.  

Mikil vinna er við gerð slíkra upplýsingabæklinga: Velja þarf efni og myndir, sníða til texta og fínpússa og tryggja að allar upplýsingar og leiðarlýsingar séu réttar.  Undirbúningsvinna er í höndum fastra starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs, en leita þarf til utanaðkomandi sérfræðinga og fyrirtækja varðandi kortagerð, útlitshönnun, þýðingar og yfirlestur, auk prentunar.

Aðalmarkmið verkefnisins er að opna og kynna þjóðgarðslandið fyrir ferðafólki, bæði akandi og gangandi, og tryggja að þjóðgarðsgestir búi að bestu fáanlegum kortagögnum á ferðum sínum. Markhópur verkefnisins er ferðamenn í þjóðgarðinum, innlendir og erlendir.  Áætlað er að ná til markhópsins með vönduðum og áhugaverðum bæklingum og göngukortum.  Verkefnið styður einkum við eftirfarandi markmið og áherslusvið Vina Vatnajökuls:

 1. Eykur þekkingu almennings á náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs,
 2. Samspili útivistar, menningar og Vatnajökulsþjóðgarðs,  
 3. Eykur skilning umheimsins á mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu.

Reikna má með að gestum fjölgi í takt við aukið upplýsingaefni, svo sem kort og bæklinga, sem bæta upplýsingar um aðgengi.  Allir bæklingar að undaskildum þjóðgarðsbæklingnum verða seldir. Niðurstöður verkefnisins verða upplýsingabæklingar með vönduðum göngukortum.  

Vatnajökulsþjóðgarður mun eiga höfundar- og útgáfurétt á bæklingunum.  Gestir þjóðgarðsins munu njóta þeirra.  Bæklingarnir verða til sýnis og sölu í gestastofum og öðrum upplýsingastöðvum sem tengjast þjóðgarðinum. 

Niðurstöður

Gefnir hafa verið út bæklingar fyrir eftirtalin svæð:

 1. Jökulsárgljúfur (click here for english)
 2. Skaftafell og nágrenni (click here for english)
 3. Þjóðgarðsbæklingur (not available in english)
 4. Fyrir suðurhluta vestursvæðis: Lakagíga, Langasjó og Eldgjá (click here for english)
 5. Fyrir norðurhluta vestursvæðis: Tungnafellsjökul, Vonarskarð, Tungnaáröræfi (click here for english)

Bæklingana má sjá með því að smella á titlana hér fyrir ofan.

Bæklingurinn "Svæði frá Dyngjufjöllum í vestri að Kreppu í austri" - sem átti að vera nýr bæklingur, sameiginlegur fyrir Norður- og Austursvæði. Verður gerður seinna, í staðinn var gerður bæklingur um Jökulsárgljúfrin á norðurlandi.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.