Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-010
Fjárhæð 3.000.000
Umsækjandi Jóhann Helgason
Stjórnandi Jóhann Helgason
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Viðhengi Greinagerð 30-11-2012.pdf Svinafell 30-10-2012.pdf Hafrafell_ 30-11-2012.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Gera skal ítarlegt rit um jarðfræði Skaftafells, fyrir almenna gesti þjóðgarðsins og þann hóp sem sækist eftir vísindalegum upplýsingum um þetta merkilega svæði. Umsækjandi hefur um árabil unnið að rannsóknum í Skaftafellsþjóðgarði, þ.e. við kortlagningu berggrunns Skaftafellsfjalla, Hafrafells og Svínafells. Verkefnið hófst árið 1988 og var fyrstu árin styrkt af Vísindasjóði en síðan lengst af með eigin fjárframlögum og vinnu umsækjanda. Stór áfangi í verkefninu var útgáfa jarðfræðikorts af berggrunni Skaftafells árið 2007. Styrkur frá Vinum Vatnajökuls gerir umsækjanda kleift að vinna úr fyrirliggjandi gögnum og miðla þeim á auðskiljanlegan hátt til gesta þjóðgarðsins og vinna þau til birtingar í viðurkenndum vísindaritum. Slíkt myndi styrkja umsókn um að Skaftafell (Vatnajökulsþjóðgarður) komist á heimsminjaskrá UNESCO.

Niðurstöður

Verkefninu er lokið og hægt er að læra um jarðsögu Skafatafells á vefsíðu verkefnisins. Í viðhengjum má finna fræðigreinar sem stóð til að gefa út í Jökli riti Jörfí. Þær byggja á rannsóknarniðurstöðum verkefnisins og eru partur af niðurstöðunum.

Einnig má nálgast greinarnar hér fyrir neðan:

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.