Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-011
Fjárhæð 10.000.000
Umsækjandi Lífsmynd ehf
Stjórnandi Valdimar Leifsson
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Meginmarkmið með gerð myndar um Vatnajökulsþjóðgarð er að vekja landsmenn og umheiminn til umhugsunar um mikilvægi þess að taka frá verðmæt landssvæði á Íslandi sem varðveitt verða og vernduð um ókomna framtíð, jafnt Íslendingum sem öðrum til gagns og yndis.
Um er að ræða fjóra 30 mín. langa sjónvarpsþætti um Vatnajökulsþjóðgarð, þ.e. Suðursvæði – Vestursvæði – Norðursvæði og Austursvæði. Ætlaðir til sýningar hjá RÚV og í gestastofum þjóðgarðsins (á íslensku og ensku). Fjórar 5-7 mínútna langar kynningarmyndir – stuttmyndir - unnar upp úr 30 mínútna löngu sjónvarpsþáttunum. Ein 10-15 mínútna löng kynningarmynd þar sem fjallað er stuttlega um það helsta á öllum svæðum Vatnajökulsþjóðgarðs; þ.e. mynd sem gefur nokkra innsýn í það sem í þjóðgarðinum felst.

Niðurstöður

Hægt er að nálgast myndina í vefverslun Vinanna.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.