Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-003
Fjárhæð 400.000
Umsækjandi Hálfdán Ágústsson
Stjórnandi Dr. Haraldur Ólafsson
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Lokaskýrsla 15-06-2014.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið lýtur að kortlagningu úrkomu við Öræfajökul en við Öræfajökul rís landið hæst og meðalúrkoman er mest á landinu. Mesta mælda sólarhringsúrkoma á landinu á Kvískerjum (293,3 mm, 10. janúar 2002) en ákomumælingar á Öræfajökli benda til að þar snjói að jafnaði allt að 8 m á ári. Dreifing úrkomu við og yfir fjöll og jökla er háð ýmsum þáttum og er að ýmsu leyti ekki vel þekkt. Í rannsókninni verða fyrirliggjandi mæligögn og reikniniðurstöðurnar notaðar til að varpa frekara ljósi á úrkomudreifinguna og til þess að bæta veðurspár nærri háum fjöllum og jöklum.

Verkefnið fellur vel að forgangsverkefnum Vina Vatnajökuls sem lúta að aukinni þekkingu á náttúru þjóðgarðsins og auknum rannsóknum og fræðslu innan hans.

Niðurstöður

"Í ÖREX-verkefninu 2010 var úrkoma ofan og nærri Hnappavöllum sunnan undir Öræfajökli mæld með 21 sjálfvirkum úrkomumæli. Dreifing úrkomunnar var kortlögð og greind m.t.t. veðurs og vinda. Ágætlega tókst að herma mælda úrkomu með lofthjúpslíkani en niðurstöður lofthjúpslíkansins eru notaðar til frekari greiningu á úrkomudreifingu til fjalla. Næmnitilraunir með hermireikninga gefa til kynna að breytingar í hitafari einu og sér geti breytt úrkomudreifingu í og við fjöll verulega."
- Lokaskýrsla verkefnis 15.06.2014

Í skýrslunni má rýna í tölfræði um úrkomu á svæðinu.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.