Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-013
Fjárhæð 1.000.000
Umsækjandi Möguleikhúsið
Stjórnandi Pétur Eggerz
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefninu er ætlað að fjalla á leikrænan hátt um Skaftárelda og áhrif þeirra á land og þjóð.
Annars vegar er um að ræða sýninguna Eldklerkinn, sem er frásagnarleikhús með einum leikara og einum tónlistarmanni og byggir öðru fremur á Eldriti Jóns Steingrímssonar. Þar verða þessir atburðir skoðaðir frá sjónarhorni eldklerksins. Hinsvegar er um að ræða barnaleikritið Eldbarnið – hamfaraleikrit fyrir börn, þar sem sömu atburðir verða skoðaðir út frá sjónarhorni barns. Markhópurinn er börn á aldrinum 10-14 ára, en sýningin verður ferðasýning öðru fremur sýnd í skólum landsins. Sýningunni er ætlað að auka þekkingu barna og unglinga á náttúru og sögu Skaftárelda og Móðuharðinda.

Niðurstöður

Verkefnið hlaut viðbótarstyrk árið 2012 smellið til að sjá niðurstöður.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.