Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-014
Fjárhæð 2.900.000
Umsækjandi Ríki Vatnajökuls
Stjórnandi Sigríður Dögg Guðmundsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Viðhengi Áfangaskýrsla 5-07-2012.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að auka vitund um og efla ímynd Suðausturlands Íslands sem áfangastaðar fyrir erlenda ferðamenn. Um er að ræða átaksverkefni til eins árs sem gengur út á öfluga markaðssókn á Netinu þar sem vefmiðlar klasasamstarfsins Ríkis Vatnajökuls verða byggðir upp á grundvelli ráðgjafar sérfræðings í markaðssetningu á Netinu. Hann er jafnframt ráðgjafi Íslandsstofu í markaðssetningu á Íslandi sem ferðamannastaðar. Verkefnið felur í sér smíði nýrrar heimasíðu og eflingu á samfélagsmiðlum Ríkis Vatnajökuls. Heimasíðan mun virka sem alhliða upplýsingagátt um afþreyingu og þjónustu á svæðinu.
Lögð verður áhersla á að draga fram sérstöðu svæðisins umfram aðra landshluta. Þessi sérstaða er Vatnajökull, Vatnajökulsþjóðgarður og þjónusta honum tengd. Þessir þættir verða því í forgrunni á nýrri heimasíðu. Samstarf verður við Vatnajökulsþjóðgarð þar sem upplýsingar um þjóðgarðinn og þjónustu hans verða gerð sérstök skil og tenging verður við vefmiðla þjóðgarðsins.

Niðurstöður

Sjá vefsíðu.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.