Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-015
Fjárhæð 820.000
Umsækjandi Landbúnaðarháskóli Íslands
Stjórnandi Járngerður Grétarsdóttir
Lengd verkefnis 2 ár
Viðhengi Lokaskýrsla.pdf Framvinduskýrsla.pdf IMG_7627.JPG IMG_7627.JPG
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins sem er til tveggja ára er að þróa aðferðir við að endurheimta staðargróður eftir rask vegna stíga- og annarrar mannvirkjagerðar í Vatnajökulsþjóðgarði. Verkefnið felst í að prófa söfnun og dreifingu fræ- og mosaslægju til að græða upp sár í landi sem myndast eftir göngustígagerð. Hvers konar mannvirkjagerð fylgir rask á umhverfinu og með verkefninu er ætlunin að prófa og þróa aðferðir sem henta til að loka landinu með samskonar gróðri og vex í næsta umhverfi rasksins.
Niðurstöðurnar geta nýst þjóðgarðsyfirvöldum og hverjum þeim sem þurfa að standa að mannvirkjagerð, hvort sem er innan þjóðgarða og friðaðra svæða eða á öðru landi og leggja áherslu á endurheimt villts sjálfbærs gróðurs á röskuðu landi.

Niðurstöður

Verkefnið sýndi að hægt er að hraða landnámi mosagróðurs með handvirkri dreifingu á mosabrotum sem safnað var úr nágrenninu og reyndist söfnun mosabrotanna ekki tímafrek né til skaða fyrir mosaþembuna. Aðferðin sem gafst best var að dreifa þunnu lagi af slægjuþakningu (ferskt hey) yfir mosabrotin og með því móti var árangurinn sá að 15% mosaþekja fékkst á einu ári þar sem þakning var til staðar, í samanburði við um 1% mosaþekju þar sem eingöngu var dreift mosabrotum og þar sem aðeins náttúrulegt landnám var í gangi. Þunnt lag (2-3cm) af grasslægju yfir mosabrotin heldur lausum brotunum á yfirborðinu þegar þau eru að ná festu og veitir raka og eykur frjósemi jarðvegsins. Líklega getur venjuleg heydreifing eða annars konar þunn lífræn þakning (e. mulch) einnig gert sama gagn.

Hægt er að kynna sér betur vinnslu verkefnisins og niðurstöður í lokaskýrslu þess sem nálgast má hér eða í viðhengjum að ofan.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.