Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2011-002
Fjárhæð 2.334.000
Umsækjandi Laxfiskar ehf
Stjórnandi Jóhannes Sturlaugsson
Lengd verkefnis 1 ár
Viðhengi Sjóbirtingsstofa í Skaftárhreppi.pdf Laxfiskar - Erindi til Vina Vatnajokuls v tafa a rannsokn.pdf Viljayfirlýsing.pdf Sjobirtingssetur Islands (frumkvodulsverkefnisskyrsla).pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að afla á upplýsinga um lífshætti sjóbirtinga og fleiri fiska sem nýta Jökulsárlón og vötn sem til þess renna. Litið er til þess að framkvæma í framhaldinu þegar færi gæfist ámóta rannsóknir í öðrum vötnum á og við Breiðamerkursand bæði í jökullónum, ám og sjávarósum. Samhliða örum breytingum undanfarin ár í umhverfi Jökulsárlónsins hafa umræddar ár og lækir fest sig í sessi og þar hafa menn prófað veiði bæði í jökulvötnum og tærum sprænum með ágætis árangri. Þar hafa veiðst bæði sjóbirtingar og bleikjur en einnig er þar staðbundna urriða að finna svo sem í Stemmulóni. Rannsóknirnar myndu á skipulegan hátt draga fram hvert væri vægi einstakra fisktegunda á hverju svæði m.t.t. lífsstiga (seiði/geldfiskur/hrygningarfiskur) og hvernig lífshlaupi fiskanna væri háttað í árum talið með hliðsjón af stærð fiskanna og fleiri þátta. Um leið er litið til þess hvaða sjávarfiskar finnast í Jökulsárlóni og hvort flatfiskurinn flundra hefur gert sig heimakomna þarna líkt og víða í ferskvatni hér við land.

Niðurstöður

Verkefnið er í vinnslu og er búist við skýrslu við árslok 2015.

Staðsetning á korti

Kortasíða

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.